Allir póstar eftir

Heiðar Ingi

Straumsvík

Niðurstöður atkvæðagreiðslu hjá Rio Tinto á Íslandi

By Fréttir

Í dag kl. 11 lauk atkvæðagreiðslum starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf. um kjarasamninga sem samninganefndir skrifuðu undir 20. mars sl en er afturvirkur frá 1. júní 2019. 

Niðurstöður voru sem hér segir:

Verkalýðsfélagið Hlíf og VR

Á kjörskrá Kjörsókn Já  Nei  Taka ekki afstöðu
224 155 (69,20%) 143 (92,26%) 9 (5,81%) 3 (1,94%)

Félög iðnaðarmanna

Á kjörskrá Kjörsókn Já  Nei  Taka ekki afstöðu
91 82 (90,11%) 71 (86,59%) 10 (12,20%) 1 (1,22%)

Bæði starfsmenn sem eru í Verkalýðsfélaginu Hlíf og VR annars vegarog starfsmenn sem eru í FIT, VM, Félagi rafeindavirkja og Félagi íslenskra rafvirkja hins vegarsamþykktu kjarasamninga félaganna með yfirgnæfandi meirihluta. 

Úr fundargerð Framtíðarinnar 1936

By Front-left, Sögubrot

Var skvaldur mikið, eins og oft vill verða, er margar konur eru saman komnar til kaffidrykkju, því það er eins og kaffið heilli gleði fram í sál og sinni hjá hinum þreyttu verkakonum, er þær koma saman eina kvöldstund til að gleyma áhyggjum lífsins við kaffidrykkju og dans

Samstöðutónleikar á 1. maí

By Fréttir

Verkalýðsfélagið Hlíf og STH bjóða til samstöðutónleika á 1. maí kl. 15:00. Fram koma Mugison, JóiP og Króli og GDRN. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar, gosdrykki, kaffi og sælgæti. Við opnum Bæjarbíó kl 14:30 og hvetjum fólk til að koma tímanlega því það er viðbúið er að húsið fyllist á stuttum tíma.

Sýnum samstöðu og samgleðjumst í Bæjarbíói þann 1. maí!

Samstöðutónleikar á 1. maí

By Fréttir

Samtöðutónleikar Verkalýðsfélagsins Hlífar og STH (Starfsmannafélags Hafnarfjarðar) verða haldnir í Bæjarbíói 1. maí n.k. kl. 15:00. Þetta er þriðja árið í röð sem haldið er upp á 1. maí í Bæjarbíói og má búast við húsfylli.

Dagskráin er ekki af verri endanum. Fram koma þrjú af stóru nöfnunum í íslenskri tónlist í dag:

-Mugison,

-JóiP og Króli

-GDRN

Verkalýðsfélagið Hlíf og STH bjóða til tónleikanna og er frítt inn á meðan húsrúm leyfir. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar, gosdrykki, kaffi og sælgæti. Við opnum Bæjarbíó kl 14:30 og hvetjum fólk til að koma tímanlega því það er viðbúið er að húsið fyllist á stuttum tíma.

Sýnum samstöðu og samgleðjumst í Bæjarbíói þann 1. maí!

Samningarnir samþykktir

By Fréttir

Nýr kjarasamningur á almennum vinnumarkaði var samþykktur í öllum aðildarfélögum SGS í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Alls sögðu 83,6% þeirra Hlífarfélaga sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni já. Nei sögðu 13,1%.