Skip to main content
All Posts By

Heiðar Ingi

Korter yfir sjö

Korter yfir sjö – verkfallið mikla 1955

By Fréttir

„Korter yfir sjö“, heimildarmynd um verkfallið 1955, var frumsýnd í gær. Myndin segir frá aðdragandanum, kjörum og aðstæðum almennings á þessum tíma og bregður upp glöggri mynd af gangi mála í verkfallinu sjálfu. Verkalýðsfélagið Hlíf, ásamt Dagsbrún og í Reykjavík og fleiri félögum stóðu fyrir verkfallinu, sem hófst 18. mars og lauk með því að undirritaðir voru samningar 28. apríl. Meðal þess sem náðist í gegn í þessum samningum var stofnun Atvinnuleysistryggingasjóðs.

Hlíf náði samningum við Hafnarfjarðarbæ og nokkra atvinnurekendur í bænum nokkrum vikum fyrr, eða 26. mars. Það samkomulag veikti mjög samstöðu atvinnrekenda á svæðinu.

Nokkrar sýningar verða í Bíó Paradís. Félagsmenn eru hvattir til að láta ekki þessa merku mynd fram hjá sér fara.

Atkvæðagreiðsla um samning við ÍSAL

By Tilkynning-eldra

Þann 22. júní 2021 var skrifað undir kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna Rio Tinto á Íslandi hf. (ISAL) annars vegar og Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR hins vegar. Samninganefndir Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR hafa nú samþykkt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn skv. 5. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.

 

Um sameiginlega kosningu félaganna tveggja er að ræða þar sem einfaldur meirihluti allra greiddra atkvæða í heild ræður því hvort samningurinn er samþykktur eða honum hafnað sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 og er kjörskrá sett saman með tilliti til þess. Á kjörskrá eru þeir félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR sem starfa hjá Rio Tinto á Íslandi hf.

Straumsvík

Niðurstöður atkvæðagreiðslu hjá Rio Tinto á Íslandi

By Fréttir

Í dag kl. 11 lauk atkvæðagreiðslum starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf. um kjarasamninga sem samninganefndir skrifuðu undir 20. mars sl en er afturvirkur frá 1. júní 2019. 

Niðurstöður voru sem hér segir:

Verkalýðsfélagið Hlíf og VR

Á kjörskrá Kjörsókn Já  Nei  Taka ekki afstöðu
224 155 (69,20%) 143 (92,26%) 9 (5,81%) 3 (1,94%)

Félög iðnaðarmanna

Á kjörskrá Kjörsókn Já  Nei  Taka ekki afstöðu
91 82 (90,11%) 71 (86,59%) 10 (12,20%) 1 (1,22%)

Bæði starfsmenn sem eru í Verkalýðsfélaginu Hlíf og VR annars vegarog starfsmenn sem eru í FIT, VM, Félagi rafeindavirkja og Félagi íslenskra rafvirkja hins vegarsamþykktu kjarasamninga félaganna með yfirgnæfandi meirihluta. 

Samstöðutónleikar á 1. maí

By Fréttir

Verkalýðsfélagið Hlíf og STH bjóða til samstöðutónleika á 1. maí kl. 15:00. Fram koma Mugison, JóiP og Króli og GDRN. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar, gosdrykki, kaffi og sælgæti. Við opnum Bæjarbíó kl 14:30 og hvetjum fólk til að koma tímanlega því það er viðbúið er að húsið fyllist á stuttum tíma.

Sýnum samstöðu og samgleðjumst í Bæjarbíói þann 1. maí!

Translate »