
Matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 30. september sl. hefur hækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í byrjun október 2012 hjá flestum verslunum. Nettó hefur þó oftar lækkað verð en hækkað. Áberandi er að ávextir og grænmeti hafa hækkað miklu meira en aðrir vöruflokkar eða um allt að 66%. Sem dæmi um aðrar vörur sem hafa hækkað í verði er KEA skyrdrykkur sem hefur hækkað um 1-15%, hangiálegg frá Búrfelli hefur hækkað um 5-16%, Swiss miss m/sykurpúðum um 5-25% og rófur um 13-45%.