Skip to main content
Category

Sögubrot

Hjálmur frá árinu 1912 á stafrænt form

By Sögubrot, Sögubrot - kynning

Fyrstu 10 árgangar Hjálms eru komnir á timarit.is. Á árunum 1912-1924 var blaðið handskrifað í innbundna bók og lesið upp í lok félagsfunda. Það er því einungis til í einu eintaki, sem hefur sem betur fer varðveist óskaddað. Nýlega var gerður samningur við Landsbókasafnið um að mynda Hjálm og birta á vefnum timarit.is. Með þessu vinnst tvennt: Annars vegar örugg varðveisla til frambúðar og hins vegar almennur, ókeypis aðgangur að efninu.

Fyrsti ritstjóri Hjálms var Magnús Hallsson. Á fyrstu síðu fyrsta tölublaðs, 25. nóvember 1912 skrifar Magnús nokkur inngangsorð, svohljóðandi:
„Hjer kemur þá í fyrsta sinnið, fyrir sjónir og áheyrn manna og kvenna, hið nýja málgang og unga afkvæmi „Hlífar“ undir nafninu „Hjálmur“. Mönnum mun hafa þótt nafn þetta allvel viðeigandi og rjett tilsvarandi heiti móðurinnar. Gjört mun vera ráð fyrir, að blaðið komi út vikulega til upplesturs, athugunar og umsagnar á fundum félags vors. – Stefnuskrá og tilgangur blaðsins verður einkum og sjerílagi alt það ser lýtur að framför og viðgangi fjelags vors, og eftilvill önnur mál, er kunna að snerta bæjarfélagið í heild sinni og er því æskilegt að sem flestir vildu senda blaðinu stuttar og gagnorðar greinar, er verða mættu að einhverju leiti til uppbyggingar, sem sem ýmsar ráðleggingar, nýjar uppgötvanir til framfara o.s.frv.

Þegar ofangreind mál etv verða fyrir hendi, tekur blaðið þakksamlega á móti fræðandi og skemtandi ritgjörðum, hvers efnis sem vera vill, einnig laglegum skrítlum og gamanvísum ef ekki virðast um of persónulegar eða blekkjandi, til upplestrar við fundarlok körlum þeim og konum til skemtunar er eirð hafa eftir að bíða. Hjálmur vill gjarna, svo sem hver annar hlýðinn viðvaningur taka með þökkum öllum rjettmætum og sanngjörnum leiðbeiningum, er snerta kunna frágang allan á útgáfu hans.“

Fyrsti skammtur er kominn á timarit.is, þ.e. öll handskrifaða útgáfan 1912-1924. Í framhaldinu verða öll tölublöð Hjálms til dagsins í dag sett á sama form.

Hér er hlekkur á fyrsta tölublað.

https://timarit.is/page/7490463#page/n0/mode/2up

Starfsfólki Landsbókasafnsins færum við þakkir fyrir einstaklega snör og fagmannleg vinnubrögð og gott viðmót.

Þegar Hlíf klofnaði og var rekið úr ASÍ

By Sögubrot, Sögubrot - kynning, Tilkynning-1

Um Hlífardeiluna 1939

Undir lok 4. áratugar síðustu aldar voru talsverð pólitísk átök í verkalýðshreyfingunni. Bæði deildu fylkingar um forystu í einstökum félögum, en deilurnar hverfðust ekki hvað síst um skipulagsleg tengsl Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Þeirri skoðun hafði vaxið fiskur um hrygg, að slíta bæri þessi tengsl. Það sjónarmið var stutt jafnt frá hægri sem frá vinstri, jafnt af Sjálfstæðismönnum sem kommúnistum.

Alþýðuflokksmenn sem voru í forystu í Hlíf voru þessu mótfallnir. Á fjölmennum aðalfundi í félaginu þann 29. janúar 1939 vinna þeir sigur í stjórnarkjöri sem slíta vilja tengslin og Helgi Sigurðsson er kjörinn formaður með 16 atkvæðum fram yfir formannsefni Alþýðuflokksins. Sama gildir um aðra stjórnarmenn. Á framhaldsaðalfundi þann 12. febrúar er samþykkt að víkja 12 mönnum úr félaginu, enda séu þeir komnir í atvinnurekendastétt.

Read More

Þar var fólksins trausta Hlíf!

By Fréttir, Sögubrot, Tilkynning-1

Hér er vígið! Við oss talar
Viðkvæm reynsla um liðna tíð:
Gegnum þrautir grárrar malar,
Gegnum þrjátíu ára stríð,
Félag vort var brautarbending,
Benti á nýtt og fyllra líf.
Þar var ætíð þrautar lending.
Þar var fólksins trausta HLÍF.

Eftir Jóhannes úr Kötlum – ort í tilefni af 30 ára afmæli Hlífar

 

Úr fundargerð Framtíðarinnar 1936

By Sögubrot, Tilkynning-1

Var skvaldur mikið, eins og oft vill verða, er margar konur eru saman komnar til kaffidrykkju, því það er eins og kaffið heilli gleði fram í sál og sinni hjá hinum þreyttu verkakonum, er þær koma saman eina kvöldstund til að gleyma áhyggjum lífsins við kaffidrykkju og dans