Flokkur

Sögubrot

Þegar Hlíf klofnaði og var rekið úr ASÍ

By Front-left, Sögubrot

Um Hlífardeiluna 1939

Undir lok 4. áratugar síðustu aldar voru talsverð pólitísk átök í verkalýðshreyfingunni. Bæði deildu fylkingar um forystu í einstökum félögum, en deilurnar hverfðust ekki hvað síst um skipulagsleg tengsl Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Þeirri skoðun hafði vaxið fiskur um hrygg, að slíta bæri þessi tengsl. Það sjónarmið var stutt jafnt frá hægri sem frá vinstri, jafnt af Sjálfstæðismönnum sem kommúnistum.

Alþýðuflokksmenn sem voru í forystu í Hlíf voru þessu mótfallnir. Á fjölmennum aðalfundi í félaginu þann 29. janúar 1939 vinna þeir sigur í stjórnarkjöri sem slíta vilja tengslin og Helgi Sigurðsson er kjörinn formaður með 16 atkvæðum fram yfir formannsefni Alþýðuflokksins. Sama gildir um aðra stjórnarmenn. Á framhaldsaðalfundi þann 12. febrúar er samþykkt að víkja 12 mönnum úr félaginu, enda séu þeir komnir í atvinnurekendastétt.

Nánar

Verkakvennafélagið Framtíðin var brautryðjandi í dagvistun barna

By Sögubrot

„Dagheimilismálinu var fyrst hreyft á félagsfundi í Framtíðinni í marz 1932. Þá vakti Sigríður Erlendsdóttir máls á því, hvort félagið mundi ekki vilja beita sér fyrir því að koma á fót dagheimili fyrir börn vinnandi kvenna í bænum. Hún kvað brýna þörf vera á slíku heimili, og æskilegt væri, að þær konurnar hefðu fogöngu um að hrinda þessu máli í framkvæmd.

                Dagheimilið tók til starfa vorið 1933. Forstöðukona þess var Þuríður Guðjónsdóttir kennari, og auk hennar starfaði önnur kona við dagheimilið. Það var til húsa í gamla barnaskólanum við Suðurgötu. Dagheimilið starfaði sumarið 1933 frá 19. maí til 15. ágúst. Alls voru þar 19 börn, mismunandi lengi. Flest voru þau 15 í einu, en lengst af 12. Börnin komu á morgnana kl. hálfátta til níu, eftir því hvernig viðraði, og fóru aftur heim til sín kl. 6 að kvöldi.“

Úr afmælisriti Framtíðarinnar frá 1985.

Þar var fólksins trausta Hlíf!

By Fréttir, Front-left, Sögubrot

Hér er vígið! Við oss talar
Viðkvæm reynsla um liðna tíð:
Gegnum þrautir grárrar malar,
Gegnum þrjátíu ára stríð,
Félag vort var brautarbending,
Benti á nýtt og fyllra líf.
Þar var ætíð þrautar lending.
Þar var fólksins trausta HLÍF.

Eftir Jóhannes úr Kötlum – ort í tilefni af 30 ára afmæli Hlífar

Úr fundargerð Framtíðarinnar 1936

By Front-left, Sögubrot

Var skvaldur mikið, eins og oft vill verða, er margar konur eru saman komnar til kaffidrykkju, því það er eins og kaffið heilli gleði fram í sál og sinni hjá hinum þreyttu verkakonum, er þær koma saman eina kvöldstund til að gleyma áhyggjum lífsins við kaffidrykkju og dans