Skip to main content

Félagsmenn sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, er bent á sérstaka eingreiðslu sem á að greiðast þann 1. febrúar næstkomandi. Greiðslan er 42.500 kr. hjá starfsfólki sveitarfélaga í fullu starfi og 45.000 kr. hjá félagsmönnum sem starfa hjá ríkinu.

Kr. 42.500 hjá sveitarfélögunum

Um er að ræða kjarasamningsbundna eingreiðslu sem greiðist hverjum starfsmanni sem var við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember 2018. Miðað við fullt starf er fjárhæðin 42.500.

 Kr. 45.000 hjá ríkinu

Um er að ræða kjarasamningsbundna eingreiðslu sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við þá sem eru í fullu starfi í janúar 2019. Þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu.