Skip to main content

Í kjarasamningum Hlífar og Framtíðarinnar frá 1931 var 1. maí viðurkenndur frídagur og það ár var í fyrsta skipti efnt til útihátíðahalda. Það var þó ekki næstu ár, heldur voru hátíðahöld innanhúss og var Framtíðin m.a. með basar. Árið 1944 hófst útidagskrá að nýju, með kröfugöngu, undir forystu fulltrúaráðsins.