Skip to main content

Hafnarfjarðarbær segir upp fjörutíu og einum ræstitækni

By 7.06.2011April 12th, 2019Fréttir, Uncategorized

Í síðustu viku var fjörutíu og einum ræstitækni sagt upp í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar og verða ræstingar bæjarins nú alfarið í höndum sjálfstæðra verktaka.  Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar er ósáttur við uppsagnirnar og segir að það hafi sýnt sig að yfirfærsla til verktaka þýði verri kjör.  „Við höfum alltaf gert athugasemdir við þessa sparnaðarleið, okkar útreikningar sýna að kjörin verða lakari og tíðni og framkvæmd ræstinga breytist verulega. “Bærinn áætlar að ná fram sparnaði við þessa breytingu og segir uppsagnirnar hluta hagræðingar hjá bænum.