Skip to main content

Ný launatafla tekur gildi frá og með fysta janúar 2023 fyrir starfsfólk sveitarfélaga og aðra sem miða laun við samninga SGS við Samband sveitarfélaga. Byrjunarlaun hækka um 35.000 krónur og bil milli flokka og þrepa haldast óbreytt.

Breytingin er til komin vegna svohljóðandi ákvæðis í núgildandi kjarasamningi:

Þegar endurnýjaður kjarasamningur á almennum vinnumarkaði liggur fyrir á árinu 2022, skal launatafla 5 taka sömu niðurstöðu frá 1. janúar 2023 til 30. september 2023 samkvæmt samningsniðurstöðu þeirra sem fá greidd laun samkvæmt kauptöxtum á almennum vinnumarkaði.