Orlofsuppbót

Orlofsuppbót er með eftirfarandi hætti fyrir árið 2020.

Hjá starfsmönnum sem starfa á almennum vinnumarkaði, hjá ríkinu og sjálfseignarstofnunum er orlofsuppbótin 51.000

Hjá þeim sem starfa hjá sveitafélögum og SSSK og Skólum ehf, er orlofsuppbótin 50.450.

Hjá starfsmönnum hjá Rio Tinto Alcan er hún kr. 240.879.

Desemberuppbót

Krónutala desemberuppbótar er mismunandi eftir kjarasamningum. Jafnframt getur ávinnsla réttinda desemberuppbótar verið mismunandi eftir kjarasamningum hjá þeim sem starfað hafa skemur en 1 ár hjá sama atvinnurekenda. Fólki sem er með skemmri starfsaldur en 1 ár, er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins, eða að skoða kjarasamninginn.

Allar fjárhæðir miðast við 100% starfshlutfall.

Desemberuppbót  fyrir árið 2020:

  • kr. 94.000,- fyrir starfsfólk á almennum vinnumarkaði
  • kr. 118.750,- fyrir starfsmenn sveitarfélaga þ.e.a.s. Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Gildir jafnframt um þá sem vinna hjáSamtökum sjálfstæðra skóla (SSSK) og Skólar ehf..
  • kr. 94.000,- fyrir starfsmenn ríkisins, hjúkrunarheimila og sjálfseignastofnana, svo sem starfsmanna hjá Sólvangi, Hrafnistu í Hafnarfirði, vegagerðinni o.fl.
  • kr. 240.879,- fyrir starfsmenn Rio Tinto Alcan.