Orlofs- & desemberuppbót

Krónutala desemberuppbótar er mismunandi eftir kjarasamningum.

Jafnframt getur ávinnsla réttinda desemberuppbótar verið mismunandi eftir kjarasamningum hjá þeim sem starfað hafa skemur en 1 ár hjá sama atvinnurekenda.

Fólki sem er með skemmri starfsaldur en 1 ár, er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins, eða að skoða kjarasamninginn.

Allar fjárhæðir miðast við 100% starfshlutfall.

Desemberuppbót

Fyrir starfsfólk á almennum vinnumarkaði

  • 96.000 ISK.

Fyrir starfsmenn sveitarfélaga þ.e.a.s. Hafnarfjarðar og Garðabæjar.

  • Gildir jafnframt um þá sem vinna hjá Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK) og Skólar ehf.
  • 121.700 ISK.

Fyrir starfsmenn ríkisins, hjúkrunarheimila og sjálfseignastofnana

  • svo sem starfsmanna hjá Sólvangi, Hrafnistu í Hafnarfirði, vegagerðinni o.fl.
  • 96.000 ISK.

Fyrir starfsmenn Rio Tinto Alcan

  • 268.519 ISK.

Orlofsuppbót

Hjá starfsmönnum sem starfa á almennum vinnumarkaði, hjá ríkinu og sjálfseignarstofnunum er orlofsuppbótin

  • 53.000 ISK.

Hjá þeim sem starfa hjá sveitafélögum og SSSK og Skólum ehf, er orlofsuppbótin

  • 53.000 ISK.

Hjá starfsmönnum hjá Rio Tinto Alcan er hún

  • 268.519 ISK.