Skip to main content

Orlofshús Hlífar

 • Vinsamlega gangið vel um hús og nærumhverfi.
 • Valdið öðrum dvalargestum á svæðinu ekki ónæði.
 • Gæludýr eru ekki leyfð í húsum félagsins.
 • Húsið er leigt með húsgögnum, eldhúsbúnaði og öðrum lausamunum.
  • Leigjandi þarf að hafa með sér handklæði, sápu og viskastykki
  • Einnig skal hafa með og nota sængurver, lök og koddaver fyrir alla sem sofa í húsinu.

Gasgrill

 • Áfyllingu á gaskút er hægt að sækja á næstu bensínstöð, vinsamlega framvísið kvittun við lyklaskil fyrir endurgreiðslu.
 • Þrífa þarf gasgrill og setja í geymslu eftir notkun.

 

Heitur Pottur

 • Tæma þarf heitan pott eftir hverja notkun.
 • Við brottför skal þrífa og ganga frá tómum potti.

Umgengnisreglur

Leigjandi og gestir hans skulu ganga vel um hús og umhverfi, gæta þess að spilla ekki gróðri eða landi á nokkurn hátt, forðast hávaða með bílaumferð á orlofshúsasvæðinu og taka tillit til annarra gesta.

 

Þrif – Frágangur – Þrifagjald

Leigjandi skal þrífa húsið við brottför og sjá um að hver hlutur sé á sínum stað. Sé því ábótavant áskilur Hlíf sér rétt til að innheimta sérstakt gjald fyrir þrif.

 

Skil

Leigjandi skal loka, læsa og skila af sér orlofshúsi á uppgefnum tíma samkvæmt samningi og einnig skila lyklum eins og mælt er fyrir um.

 

Ábyrgð og bætur

Hlífarfélagi sem skráður er leigjandi orlofseignar ber fulla ábyrgð á húsnæðinu og öllum búnaði í því meðan á leigutíma á hans nafni stendur og skuldbindur sig til að bæta allt tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja í húsinu á hans vegum.

Framleiga bönnuð

Skemmdir – Tilkynningarskylda

Leigjandi skal ef við á upplýsa skrifstofu Hlífar um skemmdir á hinu leigða, húsnæði eða búnaði, eða annað sem kann að skipta máli fyrir félagið eða næstu leigjendur.

Lyklar eru sóttir á skrifstofu Hlífar

Æskilegt er að lyklar séu sóttir degi fyrir brottför.

Reykjavíkurvegur 64

Sími 5100800

 

Þrif við brottför

Leigjandi skal þrífa hús við brottför.

 • Ryksuga og skúra gólf
 • Heitur pottur skal tæmdur og þrifinn
 • Gasgrill skal þrífa og ganga frá eftir notkun
 • Loka gluggum og læsa öllum útihurðum
 • Allir ofnar skulu stilltir á 2
 • Fjarlægja allt rusl í nærumhverfi

Sé þessu ábótavant áskilur Hlíf sér rétt til að innheimta sérstakt gjald fyrir þrif.

ELDHÚS

Bakarofn, eldavél og örbylgjuofn ásamt ísskáp skal hreinsa við brottför
Leirtau skal vaskað upp og sett á réttan stað.

 

BAÐHERBERGI

Sturta, vaskur og klósett skal hreinsa með hreinsiefnum.
Speglar skulu vera hreinir.

 

SVEFNHERBERGI

Sængur ábreiddar á rúm, koddar við höfuðgafl.

Lyklum er skilað á skrifstofu Hlífar

Æskilegt er að lyklum sé skilað næsta virka dag eftir að leigu líkur.