Sjúkrasjóður Hlífar

 

Sjúkrasjóði Hlífar er ætlað að veita félagsmönnum fjárhagslegan stuðning vegna veikinda, slysa eða annarra áfalla sem þeir eða aðrir þeim nákomnir kunna að verða fyrir.

Sjúkrasjóðurinn veitir jafnframt styrki vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar, krabbameinsskoðunar, gleraugna- og heyrnatækjakaupa o.fl.

Auk þessa stuðnings, er sjóðnum heimilt að styrkja ýmiss konar forvarnastarf.

Sjúkradagpeningar

 

Þegar greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur, á sjóðfélagi rétt til greiðslu dagpeninga í allt að fjóra mánuði (120 dagar).

Greiðslan getur numið allt að 80% af meðaltals launum síðastliðna 6 mánuði fyrir tekjutap en þó með ákveðnu hámarki.

Reglugerð sjúkrasjóðs

Umsóknir

 

Til þess að sækja um styrki, þarf að fylla út eyðublaðið og vista það undir nýju nafni og koma því á skrifstofu Hlífar, annað hvort á pappír eða í tölvupósti á netfangið hlif@hlif.is – ásamt fylgiskjölum.

Jafnfræmt er hægt að mæta á skrifstofu okkar að Reykjavíkurvegi 64 og fá aðstoð ef þörf er á.

Umsókn um sjúkradagpeninga

Umsókn um dánarbætur

Aðrir styrkir

 

Sjúkrasjóður Hlífar veitir rétt til ýmissa annarra styrkja en sjúkradagpeninga.

Skilyrði fyrir styrk er greitt hafi verið af félagsmanni samfellt síðastliðna 6 mánuði til sjúkrasjóðs Hlífar.

Styrkupphæð miðast við að greitt hafi verið 1% af lágmarkslaunum á hverjum tíma fyrir fullt starf (100 %). Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum.

Styrkur er veittur einu sinn á hverjum tólf mánuðum.

Reglur um aðra styrki

Umsókn um aðra styrki