Sjúkrasjóði Hlífar er ætlað að veita félagsmönnum fjárhagslegan stuðning vegna veikinda, slysa eða annarra áfalla sem þeir eða aðrir þeim nákomnir kunna að verða fyrir.
- Þegar greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur, á sjóðfélagi rétt til greiðslu dagpeninga í allt að fjóra mánuði (120 dagar).
- Greiðslan getur numið allt að 80% af meðaltals launum síðastliðna 6 mánuði fyrir tekjutap en þó með ákveðnu hámarki.
Aðrir styrkir
- Líkamsræktar
- Sjúkraþjálfunar
- Krabbameinsskoðunar
- Gleraugna- og heyrnatækjakaupa
- o.fl.
Leiðbeiningar: Fylltu út umsókn á PDF og sendu á netfangið hlif@hlif.is – ásamt fylgiskjölum.
Jafnfræmt er hægt að mæta á skrifstofu okkar að Reykjavíkurvegi 64 og fá aðstoð ef þörf er á.
Sjúkradagpeningar
- Skilyrði fyrir styrk er greitt hafi verið af félagsmanni samfellt síðastliðna 6 mánuði til sjúkrasjóðs Hlífar.
- Styrkupphæð miðast við að greitt hafi verið 1% af lágmarkslaunum á hverjum tíma fyrir fullt starf (100 %).
- Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum.
- Styrkur er veittur einu sinn á hverjum tólf mánuðum.