Skip to main content
Fréttir

Stjórn Hlífar styður baráttu eldri borgara

By 19.01.2024February 28th, 2024No Comments

Stjórn Hlífar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum í gær.

 

18. janúar 2024

Ályktun stjórnar Verkalýðsfélagsins Hlífar 

 

Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar tekur undir hvatningu Félags eldri borgara í Hafnarfirði um víðtæka samstöðu í samfélaginu um að ná niður verðbólgu og vöxtum. Jafnframt áréttar stjórn félagsins stuðning við þau sjónarmið sem fram komu meðal annars í ályktun þings Starfsgreinasambands Íslands í október síðastliðnum, um að grunnlífeyrir frá TR verði sambærilegur lægsta taxta SGS og að frítekjumark vegna lífeyristekna verði hækkað verulega. 

Án vinnuframlags þessa hóps meðan hann var á vinnumarkaði, væri íslenskt samfélag ekki jafn auðugt í dag og raun ber vitni. Þeir sem eru á vinnumarkaði í dag, eru eldri borgarar framtíðarinnar. Það er því ljóst að hagsmunir fara saman og mikilvægt að verkalýðshreyfingin standi þétt með og styðji baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum.