Saga Verkalýðsfélagsins Hlífar

Markmið félagsins, skv. fyrstu lögum, voru eftirfarandi:

 

  1. Að styrkja og efla hag og atvinnu félagsmanna.

  2. Að koma betra skipulagi á alla daglaunavinnu.

  3. Að takmarka vinnu á öllum helgidögum.

  4. Að auka menningu og bróðurlegan samhug innan félagsins.

  5. Að styrkja þá félagsmenn eftir megni er verða fyrir slysum eða öðrum óhöppum.

Lög Hlífar

Lögum Verkalýðsfélagsins Hlífar var seinast breytt á aðalfundi félagsins þann 30. mars 2017.

Ekki er nákvæmlega vitað hvenær Verkalýðsfélagið Hlíf eins og það heitir í dag var stofnað en eftir því sem næst verður komist er það í kringum mánaðarmótin janúar, febrúar 1907.

Stofnfundurinn var haldinn í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði. Leitað hafði verið til Verkamannafélagsins Dagsbrúnar um að hafa forgöngu um stofnun félagsins og aðstoðuðu Dagsbrúnarmenn við undirbúninginn.

Stofnfundurinn var allfjölmennur og mikill hugur í fundarmönnum. Talið er að um 40 karlar og konur hafi gengið í félagið á þessum fundi. Fyrsti formaður félagsins, kjörinn á stofnfundinum, var Ísak Bjarnason á Bakka í Garðahreppi.

Nokkrum vikum eftir stofnfundinn voru félagsmenn orðnir 230, þar af um 70-80 konur. Hafnarfjörður var þá orðinn allstórt þorp, með nálægt 1.500 íbúa.

Líkt og hjá öðrum verkalýðsfélögum sem voru stofnuð um svipað leyti, sótti Hlíf fyrirmynd um skipulag og starfshætti til góðtemplarareglunnar og þaðan komu ýmsir af forystumönnunum.

Hlíf varð aðili að Verkamannasambandi Íslands, sem starfaði í nokkur ár. Inngöngu í Hlíf gat fengið „hver sá karl eða kona sem er orðinn fullra 15 ára að aldri og er fær til algengrar vinnu.“

 

Félagið fékk fyrst nafnið Verkmannafélagið Hlíf en því var breytt í Verkamannafélagið Hlíf árið 1921 þegar orðmyndinni verkmannafélag hafði verið útrýmt úr mæltu máli og breyttist síðan í Verkalýðsfélagið Hlíf þegar Verkamannafélagið Hlíf með sína karla og Verkakvennafélagið Framtíðin með sínar konur sameinuðust formlega í einu félagi 28. apríl 1999 undir nafninu Verkalýðsfélagið Hlíf.

Sögubrot

Verkalýðsæskan og 1. Maí

| Sögubrot, Sögubrot (forsíða) | No Comments
"Hugsið ykkur einn mann, sem ætti níu hundruð og níutíu þúsund krónur, og hugsið ykkur níu menn, sem ættu aðeins eitt þúsund krónur hver, þá lifðu níu menn við sult…

Afmæliskveðjur í bundnu máli

| Fréttir, Sögubrot | No Comments
Fyrr í þessum mánuði voru liðin 115 ár frá því að Verkmannafélagið Hlíf var stofnað í Gúttó. Í síðasta Hjálmi voru birt nokkur ljóð sem félaginu hafa verið send á…