Skip to main content

Atkvæðagreiðsla um samning við ÍSAL

By Tilkynning-eldra

Þann 22. júní 2021 var skrifað undir kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna Rio Tinto á Íslandi hf. (ISAL) annars vegar og Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR hins vegar. Samninganefndir Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR hafa nú samþykkt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn skv. 5. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.

 

Um sameiginlega kosningu félaganna tveggja er að ræða þar sem einfaldur meirihluti allra greiddra atkvæða í heild ræður því hvort samningurinn er samþykktur eða honum hafnað sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 80/1938 og er kjörskrá sett saman með tilliti til þess. Á kjörskrá eru þeir félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR sem starfa hjá Rio Tinto á Íslandi hf.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning

By Fréttir

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins  vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR hins vegar hefst 25. júní 2021 klukkan 12:00.

Rafræn atkvæðagreiðsla um samkomulag um framlengingu kjarasamnings milli Samtaka atvinnulífsins  vegna Rio Tinto á Íslandi hf. annars vegar og Verkalýðsfélagsins Hlífar og VR hins vegar hefst föstudaginn 25. júní 2021 kl. 12:00 og stendur til kl. 10:00 mánudaginn 5. júlí 2021.

Hægt er að greiða atkvæði í gegnum heimasíður félaganna. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna allra félaganna fer fram á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Hlífar að Reykjavikurvegi 64, 220 Hafnarfirði, frá kl 13:00 föstudaginn 25. júní og lýkur föstudaginn 2. júlí kl. 12:00. Hægt er að greiða atkvæði á skrifstofutíma.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér vel innihald samningsins og nýta atkvæðisrétt sinn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar mánudaginn 5. júlí 2021.

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning við ÍSAL

By Fréttir

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning verður haldinn í Hraunseli, Flatahrauni 3, fimmtudaginn 24. júní. Fundurinn hefst kl. 16:30.

Samningurinn gildir frá 1. júní 2021 til ársloka 2026.

Fundinum verður streymt á vef Hlífar. Jafnframt verða kynningarglærur og upptaka af fundinum aðgengileg á vefnum eftir fundinn.

Atkvæðagreiðsla um samninginn verður rafræn. Hún hefst á vef félagsins kl. 12:00, föstudaginn 25. júní og lýkur klukkan 10:00, mánudaginn 5. júní.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna allra félaganna sem aðild eiga að samningunum fer fram á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Hlífar að Reykjavikurvegi 64, 220 Hafnarfirði, frá kl 13:00 föstudaginn 25. júní og lýkur föstudaginn 2. júlí kl. 12:00. Hægt er að greiða atkvæði á skrifstofutíma.

 

Nýr kjarasamningur við Ísal undirritaður

By Fréttir

Nú undir kvöld var undirritaður nýr kjarasamningur milli verkalýðsfélaganna og ÍSAL í Straumsvík. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. júní og er til fimm ára. Gert er ráð fyrir kynningarfundi í Hraunseli kl. 16:30 nk. fimmtudag og að atkvæðagreiðsla hefjist daginn eftir. Áætlað er að henni ljúki mánudaginn 5. júlí. Nánar verður sagt frá fyrirkomulagi og tímasetningum fundanna og atkvæðagreiðslunni hér á heimasíðunni.