Fræðsla

Markmið starfsmenntasjóðanna er að auðvelda félagsmönnum fjárhagslega að stunda sí- og endurmenntun.

Hér er ekki eingöngu átt við hefðbundið nám heldur einnig ýmis styttri námskeið og í sumum tilvikum einnig tómstundanám.

Fyrirtæki & stofnanir

Til viðbótar við styrki til einstaklinga, veita Starfsafl og Flóamennt styrki til fyrirtækja og stofnana.

Um þá gilda sérstakar reglur og er sótt um þá til sjóðanna sjálfra.

Starfsafl

Starfsafl er starfsmenntasjóður Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins.

Sjóðurinn hefur það að markmiði að byggja upp og efla starfs- og símenntun, starfsfólki og fyrirtækjum til hagsbóta.

Fyrirtæki greiða starfsmenntaiðgjald í starfsmenntasjóði (t.d. Starfsafl) og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sína. Einnig geta fyrirtæki fengið fræðslustjóra að láni inn í fyrirtækið og styrki til eigin fræðslu. Styrkir og upphæð þeirra fara eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.

Frekari upplýsingar er að finna á vef Starfsafls

Sótt er um einstaklingsstyrk með því að fylla út eyðublaðið hér á vefnum, prenta útfyllt eyðublað út og koma því, ásamt frumriti reiknings eða greiðsluseðili á skrifstofu Hlífar.

Flóamennt

Flóamennt er starfsmenntasjóður Hlífar, Eflingar og VSFK, fyrir þá starfsmenn sem starfa hjá ríkinu og á hjúkrunarheimilum.

Sjóðurinn hefur það að markmiði annars vegar að efla starfs- og símenntun starfsmanna og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt.

Þar kemur fram upphæð styrkja og hvernig maður öðlast rétt til styrks. Starfsmenn ríkisins og á dvalar- og hjúkrunarheimilum s.s. Sólvangi, Hrafnistu, Heilsugæslunni ásamt Vegagerðinni o.fl. geta sótt í þennan sjóð.

Námskeiðssjóður Hlífar

 

Námskeiðssjóður Hlífar er fyrir starfsmenn sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ og hjá skólum í Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK).

 

Umsókn þarf að koma útfylltri á skrifstofu Hlífar, ásamt löggiltri greiðslukvittun og staðfestingu á að náminu/námskeiðinu sé lokið.