Markmið starfsmenntasjóðanna er að auðvelda félagsmönnum fjárhagslega að stunda sí- og endurmenntun.
Starfsafl er starfsmenntasjóður Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins.
Sjóðurinn hefur það að markmiði að byggja upp og efla starfs- og símenntun, starfsfólki og fyrirtækjum til hagsbóta.
Fyrirtæki greiða starfsmenntaiðgjald í starfsmenntasjóði (t.d. Starfsafl) og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sína. Einnig geta fyrirtæki fengið fræðslustjóra að láni inn í fyrirtækið og styrki til eigin fræðslu. Styrkir og upphæð þeirra fara eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.
Frekari upplýsingar er að finna á vef Starfsafls
Flóamennt er starfsmenntasjóður Hlífar, Eflingar og VSFK, fyrir þá starfsmenn sem starfa hjá ríkinu og á hjúkrunarheimilum.
Sjóðurinn hefur það að markmiði annars vegar að efla starfs- og símenntun starfsmanna og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt.
Þar kemur fram upphæð styrkja og hvernig maður öðlast rétt til styrks. Starfsmenn ríkisins og á dvalar- og hjúkrunarheimilum s.s. Sólvangi, Hrafnistu, Heilsugæslunni ásamt Vegagerðinni o.fl. geta sótt í þennan sjóð.
Námskeiðssjóður Hlífar er fyrir starfsmenn sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ og hjá skólum í Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK).
Umsókn þarf að koma útfylltri á skrifstofu Hlífar, ásamt löggiltri greiðslukvittun og staðfestingu á að náminu/námskeiðinu sé lokið.