Hvaða sjóði hver félagsmaður hefur aðgang að, fer eftir því hvar hann starfar og eftir hvaða kjarasamningi hann fær laun. Markmið starfsmenntasjóðanna er að auðvelda félagsmönnum fjárhagslega að stunda sí- og endurmenntun. Hér er ekki eingöngu átt við hefðbundið nám heldur einnig ýmis styttri námskeið og í sumum tilvikum einnig tómstundanám.
Verkalýðsfélagið Hlíf sér um umsýslu einstaklingsstyrkja fyrir alla sjóðina. Félagsmaðurinn sækir um styrkinn til félagsins, sem afgreiðir hann til félagsmannsins.
Til viðbótar við styrki til einstaklinga, veita Starfsafl og Flóamennt styrki til fyrirtækja og stofnana. Um þá gilda sérstakar reglur og er sótt um þá til sjóðanna sjálfra. Reglur og umsóknareyðublöð vegna einstaklingsstyrkja og styrkja fyrir stofnanir og fyrirtæki, er að finna hér að neðan.