Verkalýðsfélagið Hlíf á 10 orlofshús og íbúðir til útleigu fyrir félagsmenn sína.


Auk þess býður félagið upp á Veiðikortið og Útilegukortið á hagstæðum kjörum fyrir félagsmenn.

Bókunarvefur

Leiguverð

Vikuleiga kr. 26.000,-
Helgarleiga kr. 18.000,-

Fyrir hvern byrjaðan dag kr. 3.500,

Vetrartími

Yfir vetrartímann eru 8 orlofshús til útleigu. Þar af er ein íbúð á Akureyri og annað húsið í Stykkishólmi.

Ekki er farið eftir punktakerfi yfir veturinn að undanskilinni páskaviku, en þá gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Því er gott að bóka tímanlega.

Yfir veturinn eru tvær íbúðir á Akureyri leigðar skólafólki. Gott er fyrir félagsmenn að hafa það í huga ef þeir eða börn þeirra hyggja á nám norðan heiða.

Eldri borgarar og öryrkjar athugið!

Þeir sem farnir eru af vinnumarkaði vegna aldurs eða örorku og voru félagsmenn í Hlíf fram að þeim tíma greiða hálft helgarleiguverð fyrir leigu frá mánudegi til föstudags yfir vetrartímann.

Veiðikort og Útilegukort

Veiðikortið kostar 4.500 kr. fyrir félagsmenn
(almennt verð er 7.900 kr.)
Útilegukortið kostar 12.000 kr. fyrir félagsmenn
(almennt verð er 19.900 kr).

Orlofshús Hlífar eru á eftirtöldum stöðum: