Kolás 13

Munaðarnes

5 svefnherbergi

Svefnaðstaða fyrir 10-12 manns, sængur og koddar fyrir 10 manns. Auk þess er hægt að bæta við dýnum á gólf.

 • Heitur pottur
 • Gasgrill
 • Borðbúnaður fyrir 12
 • Örbylgjuofn
 • Eldavél
 • Ísskápur
 • Barnarúm og barnastóll
 • Sjónvarp
 • DVD-spilari
 • Hljómtæki með geislaspilara
 • Bækur & spil

Vegna þess hve húsið er stórt og hve marga það rúmar, er leiguverð örlitlu hærra en í öðrum húsum.

Helgarleiga
21.000 ISK

Vikuleiga
32.000 ISK

Afhending og skil lykla eru á skrifstofu Hlífar.

Húsið er afar rúmgott og vel búið, með grilli og heitum potti, stórri og rúmgóðri verönd. Í húsinu eru rúm fyrir 9 manns og auk þess sem nokkrir geta sofið á dýnum á efri hæð hússins.

Uppdráttur sem sýnir svæði félagsins, þannig að hægt sé að forðast átroðning á lóðum nágranna.

Undir húsinu er steyptur kjallari, sem er ekki leigður með.

Gestum ber að koma með og nota rúmföt utan um sængur og kodda og lök yfir dýnur.

Staðsetning