Skip to main content

Stjórn Hlífar ræddi ástandið á leikskólum bæjarins á fundi sínum í dag. Álag á starfsfólk hefur stóraukist, án þess að fjölgað hafi verið í starfsliði eða starfsfólki verið umbunað á móti. Stjórnin samþykki eftirfarandi ályktun:

Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar krefst þess að Hafnarfjarðarbær taki tillit til stóraukins álags á ófaglært starfsfólk leikskólanna í bænum á undanförnum misserum, með sérstakri álagsgreiðslu eins og gert hefur verið í nágrannasveitarfélögunum. Jafnframt bendir stjórnin á að sú staða sem nú er uppi í samfélaginu vegna nýjustu sóttvarnaráðstafana auki enn álagið á starfsfólk leikskólanna. Það sé því lágmarkskrafa að þeim hópi verði umbunað sérstaklega með myndarlegum hætti.