Skip to main content

Sjúkrasjóður

Skilyrði fyrir styrk er greitt hafi verið af félagsmanni samfellt síðastliðna 6 mánuði til sjúkrasjóðs Hlífar.

  • Styrkupphæð miðast við að greitt hafi verið 1% af lágmarkslaunum á hverjum tíma fyrir fullt starf (100 %).
  • Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum.

    Heilsurækt / Líkamsrækt

    • Greiðslan er að hámarki kr. 23.000,-,
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

    Sjúkraþjálfun - Endurhæfing

    Sjúkraþjálfari, Sjúkra eða heilsunuddari, Iðjuþjálfi, Talþjálfi, Kírópraktor

    • Greitt er að hámarki kr. 37.500,- fyrir hverja 12 mánuði,
      þó aldrei meira en sem nemur 75% af kostnaði.

    Viðtalsmeðferð hjá sálfræðing

    • Greitt er að hámarki kr. 6.000,- fyrir hverja heimsókn,
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði og að hámarki 15 heimsóknir á hverjum 12 mánuðum.

    Til kaupa á gleraugum- eða linsum

    • Greitt er að hámarki kr. 35.000,- annað hvert ár,
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

    Krabbameinsskoðun

    Grunnskoðun / Brjóstamyndataka

    • Greitt er eftir 3 mánaða veru í félaginu.
    • Greitt er að fullu fyrir grunnskoðun eða kr. 4.400,-.
    • Fyrir grunn- og brjóstaskoðun er greiddar kr. 6.600,
      hafi sú upphæð verið greidd til sjóðsins eða meira síðastliðna 3 mánuði.

    Framhaldsskoðun

    • Greitt er allt að kr. 10.000
      Hafi verið greitt kr. 18.000,- eða meira til sjóðsins síðastliðna 6 mánuði.

    Blöðruhálskirtilsskoðun

    • Greitt er eftir 3 mánaða veru í félaginu.
    • Greitt er allt að kr. 10.000,- fyrir blöðruhálskirtilsskoðun.
    • Greitt er fyrir Ristilskimun kr.10.000,-

      hafi verið greitt kr. 18.000,- eða meira til sjóðsins síðastliðna 6 mánuði.

    Hjartavernd – áhættumat

    • Greitt er allt að kr. 10.000, –
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.
    • Greitt er 6.000 kr fyrir annað skipti
      þó aldrei meira en 50% af kostnaði.

    Heyrnatæki

    • Styrkur allt að kr. 100.000,- Einu sinni á hverjum 60 mánuðum (5 ára fresti)
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

    Göngugreining

    • Greitt er fyrir göngugreiningu allt að kr. 5.500,-

    Lesblindu-greining

    • Styrkur er veittur einu sinni vegna greiningar á lesblindu.
    • Greitt er allt að kr. 15.000,-
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði.

    Laser augnaðgerð

    • Heimilt er að styrkja laser augnaðgerð einu sinni á hvoru auga.
    • Greitt er að hámarki kr. 50.000,-
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði fyrir hvort auga samtals kr. 100.000,- fyrir bæði augun.

    CPAP svefngrímur

    • Greitt er allt að 75% af kostnaði á hverju ári eða allt að kr. 13.500,

    Heilbrigðis- og lífstílsráðgjöf hjá Vinnuvernd ehf.

    • Greitt er allt að 50% af kostnaði í allt að 5 skipti á hverjum 12 mánuðum.

    SÁÁ og eða MFM (matarfíkni meðferð) viðtalsmeðferð

    • Greitt er allt að kr. 1.500,- fyrir hvern tíma eða 50% af kostnaði,
      þó að hámarki 25 tíma á hverjum 12 mánuðum.
    • Þessi styrkur greiðist aldrei oftar en í þrjú skipti.

    Námskeið til að hætta að reykja

    • Greitt er allt að kr. 15.000,-
      og skal námskeiðið haldið af aðila sem Tóbaksvarnarráð hefur samþykkt.

    Dvöl á heilsustofnuninni í Hveragerði

    • Greitt er allt að kr. 2.000,- pr. dag í allt að 42 daga eða 6 vikur á hverju almanaksári
      þó að hámarki 50% af kostnaði.

    Tækni- og glasafrjóvgun í fyrsta skipti

    • Fyrsta skipti kr. 150.000 –
      þó aldrei meira en sem nemur 50% af kostnaði í annað skipti fyrir hvern félagsmann.

    Ættleiðing erlendis frá

    • Greitt er allt að kr. 200.000,-
      Styrkur vegna ættleiðingar erlendis frá er aðeins veittur einu sinni.

    Sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga til þeirra sem eru ekki vinnufærir vegna veikinda og slysa, svo lengi sem þeir uppfylla lágmarksskilyrði um iðgjaldagreiðslur.

    • Þegar greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur á sjóðfélagi rétt til greiðslu dagpeninga í allt að fjóra mánuði (120 dagar).Greiðslan getur numið allt að 80% af meðaltals launum síðastliðna 6 mánuði fyrir tekjutap en þó með ákveðnu hámarki.