Skip to main content

Í dag voru greiddar tæpar 26 milljónir króna til um 700 félagsmanna í Hlíf sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ. Um er að ræða kjarasamningsbundna greiðslu til félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum, alls 1,5% af launum. Fjárhæðin er laus 1. febrúar ár hvert. Enn hafa ekki borist fullnægjandi upplýsingar frá Hjallastefnunni til þess að hægt sé að greiða. Það gerist væntanlega á allra næstu dögum.

Þeim sem telja sig eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum en fengu ekki í dag, er bent á að hafa samband við skrifstofu Hlífar, með því að senda tölvupóst á netfangið hlif@hlif.is eða hringja í síma 510 0800.