Skip to main content

Félagsmenn Hlífar sem vinna hjá Hrafnistu í Hafnarfirði og Garðabæ, fá eingreiðslu líkt og flestir aðrir félagsmenn með lausa samninga fá – að undanskildum Hlífarfélögum sem vinna hjá Hafnarfjarðarbæ og Garðabæ.

Fyrir helgi var gert samkomulag milli Hlífar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, þar sem fram kemur að SFV líti á slíkar greiðslur, komi til þeirra af hálfu aðildarfyrirtækja, sem innágreiðslu vegna væntanlegra kjarasamninga. Samkomulagið skuldbatt aftur á móti ekki einstök fyrirtæki til að greiða. Það er því undir einstökum fyrirtækjum komið hvort þau gera það.

Allmargir félagsmenn Hlífar starfa á Hrafnistuheimilunum í Garðabæ og Hafnarfirði. Hrafnista hefur ákveðið að greiða samkvæmt samkomulaginu, ekki 1. ágúst eins og gert er í öðrum tilvikum, heldur 1. september.