Fréttir

Góður gestur í heimsókn

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG í Kraganum heimsótti skrifstofu Hlífar í dag, til að fræðast um starf félagsins. Eðlilega bar stöðuna í álverinu í Straumsvík á góma, auk annars.

Heimsóknir af þessu tagi skipta miklu máli, því það er mikilvægt að þingmenn kynni sér stöðuna sem víðast, ekki síst hjá samtökum launafólks. Það skiptir félagið og félagsmennina ekki síður máli að geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðamenn – milliliðalaust.