Baráttudagskrá Hlífar á 1. maí – Það er nóg til!

By Fréttir

Verkalýðsfélagið Hlíf sendir félagsmönnum og landsmönnum öllum baráttukveðjur á 1. maí. Vegna samkomutakmarkana höfum við brugðið á það ráð að gera myndband, með klippum úr sögunni og tónlistaratriðum sem voru sérstaklega tekin upp fyrir myndbandið, með listamönnunum Birni Thoroddsen, Hjörleifi Valssyni og Unni Birnu Björnsdóttur.