Fréttir

Útleiga orlofshúsa í maí

By 24.04.2020 júlí 20th, 2020 No Comments

Orlofshús Verkalýðsfélagsins Hlífar verða leigð út um helgar frá 4. maí til 28. maí, samkvæmt ákvörðun stjórnar orlofsnefndar félagsins.

Þetta er gert með það fyrir augum að draga úr hættu á COVID-19 smitum á milli leigjenda við skipti, þar sem vitað er að veiran lifir ekki í marga daga í mannlausu húsi.

Með þessari ákvörðun teljum við okkur sýna ítrustu varkárni, en um leið gefa félagsmönnum kost á að nýta húsin að einhverju marki.