Skip to main content

Námskeiðinu „Að undirbúa starfslok“ frestað

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Vegna óvissu um þróun útbreiðslu COVID 19 veirunnar og til að reyna að draga úr hættu á smiti, hefur félagið ákveðið að fresta Starfslokanámskeiðinu um óákveðinn tíma. Vonandi verður hægt að halda námskeiðið áður en langt um líður

Hlíf býður félagsmönnum upp á námskeið um undirbúning starfsloka, dagana 16. og 19. mars næstkomandi.

Á námskeiðinu verður fjallað um lífeyrismál, almannatryggingar, sjúkratryggingar, heilbrigði, lífsstíl og félagsstarf.

Námskeiðið er einkum ætlað 55 ára og eldri.

Námskeiðið er ókeypis og gert er ráð fyrir því að félagsmenn geti boðið maka sínum með sér.

Þeir sem hafa hug á að nýta sér námskeiðið, eru beðnir að skrá sig á skrifstofu Hlífar, í síma 510 0800 eða í hlif@hlif.is.