Skip to main content

Halldór Björnsson, fyrrum formaður Eflingar, Starfsgreinasambandsins og varaforseti ASÍ er látinn, 90 ára að aldri.  Halldór hóf snemma afskipti af verkalýðsmálum, var kjörinn í stjórn Dagsbrúnar 1958, varð síðar varaformaður og formaður. Hann beitti sér fyrir sameiningu verkalýðsfélaga í Reykjavík og varð fyrsti formaður Eflingar. Hann beitti sér jafnframt fyrir stofnun Starfsgreinasambands Íslands, þar sem Verkamannasambandið, Landssamband iðnverkafólks og Þjónustusamband Íslands sameinuðust. Halldór var fyrsti formaður SGS og var um skeið varaforseti ASÍ.