Fréttir

Kínversk sendinefnd í heimsókn

By 23.09.2019 október 10th, 2019 No Comments

Í morgun kom sex manna sendinefnd frá Guandonghéraði í Kína í heimsókn til Hlífar, til að fræðast um starf félagsins og fyrirkomulag. Kínverjarnir voru sérlega áhugasamir um rekstur orlofshúsa og lífeyrismál.

Þetta er þriðja árið í röð sem Hlíf tekur á móti sendinefnd frá Guandong. Að þessu sinni voru Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri með á fundinum.