Skip to main content

Kosning hafin

By 9.12.2022December 17th, 2022Tilkynningar

Kosningar

Kosningar um nýgerðan kjarasamning 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambandins eru hafnar.  Félagsmenn Hlífar kjósa á „mínum síðum“ á www.hlif.is og hægt er að skrá sig inn á síðuna með rafrænum skilríkjum og einnig með lykilorði.

Kosningarétt um samninginn hafa félagsmenn Hlífar sem vinna almenn störf.  Starfsmenn í ÍSAL, starfsfólk sveitarfélaga og leikskóla sem miða við kjarasamninga sveitarfélaga, ríkisstarfsmenn og starfsfólk á hjúkrunarheimilum heyra undir aðra kjarasamninga og greiða ekki atkvæði.

Á kosningasíðunni er samningurinn og kynningarefni á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.

Kosning opnaði kl. 12 á hádegi í dag og stendur til 12 á hádegi 19. desember.

Unnt er að kæra sig inn á kjörskrá með því að senda erindi á hlif@hlif.is.  Ef félagsmenn fá ekki upp kosningahlekk á „mínar síður“ en telja sig hafa kosningarétt um samninginn – þá sendið okkur erindi.

Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á skrifstofu Hlífar að Reykjavíkurvegi 64 frá kl. 10:00 mánudaginn 12. desember til kl. 10:00 mánudaginn 19. desember, til kl. 15:00 alla virka daga á því tímabili.