Skip to main content

Nýr kjarasamningur við Ísal undirritaður

Nú undir kvöld var undirritaður nýr kjarasamningur milli verkalýðsfélaganna og ÍSAL í Straumsvík. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. júní og er til fimm ára. Gert er ráð fyrir kynningarfundi í Hraunseli kl. 16:30 nk. fimmtudag og að atkvæðagreiðsla hefjist daginn eftir. Áætlað er að henni ljúki mánudaginn 5. júlí. Nánar verður sagt frá fyrirkomulagi og tímasetningum fundanna og atkvæðagreiðslunni hér á heimasíðunni.