Skip to main content

Í gær var undirritaður nýr stofnanasamningur milli Hlífar og VSFK annars vegar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hins vegar. Samningurinn er byggður á kjarasamningi sömu aðila frá 30. júní sl. og gildir frá 1. janúar sl.

Samningurinn fjallar einkum um röðun í launaflokka, sem tekur m.a. mið af starfsaldri, menntun, bæði formlegri og símenntun, vöktum og ábyrgð í starfi.

Á myndinni eru frá vinstri: Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK og Lilja Harðardóttir og Tryggvi Friðjónsson frá SFV.