Skip to main content

Viðræður um nýjan kjarasamning vegna félagsmanna Hlífar sem starfa í álverinu í Straumsvík eru hafnar á ný eftir nokkurt hlé. Í sumar sammæltust aðilar um að fresta viðræðum og framlengja frest í viðræðuáætlun. Jafnframt greiddi fyrirtækið starfsmönnum 100.000 krónur inn á væntanlegan kjarasamning við launaútborgun 1. júlí.

Viðræður eru nú hafnar að nýju. Fundað hefur verið nokkrum sinnum og næsti fundur hefur verið boðaður 20. september.