Skip to main content

Samningur við Kerfóðrun samþykktur

Kjarasamningur sem gerður var við Kerfóðrun sl. föstudag, var samþykktur í atkvæðagreiðslu í dag. Þrjú verkalýðsfélög eiga aðild að samningnum: Verkalýðfélagið Hlíf, VM og FIT.

Á kjörskrá voru 26 og 23 greiddu atkvæði – eða 88,5%. Af þeim sögðu 22 já, eða 95,6%. Einn greiddi atkvæði gegn samningnum. Hann er því samþykktur.