Skip to main content

Sérfræðingahópur ASÍ gerir athugasemdir við fyrirhugaða bankasölu ríkisins

„Röksemdir og skýringar skortir fyrir þeirri ákvörðun að hefja söluferli vegna Íslandsbanka á miklum óvissutímum“, segir m.a. í áliti sérfræðingahóps ASÍ um fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka. „Þá veldur fyrri reynsla af einkavæðingu fjármálastofnana á Íslandi tortryggni og því sérstaklega mikilvægt að ítarleg samfélagsleg umræða skapist um kosti og galla slíkrar ráðstöfunar.“

Hópurinn gerir athugasemdir við þann hraða sem einkennir ferlið og telur röksemdir fyrir sölu eins og þær hafa verið kynntar af hálfu Bankasýslu ríkisins og stjórnvalda ófullnægjandi. Ástæða söluferlisins virðist öðru fremur vera að standa við gefin fyrirheit í stjórnarsáttmála og hraðinn skýrast af komandi Alþingiskosningum. Slíkar röksemdir nægja ekki til að einkavæða banka.

Greinargerð hópsins er meðfylgjandi.