Skip to main content
search
ATHUGIÐ, Eftirfarandi efni var srkáð fyrir meira en 1 ári.

Starfsgreinasamband Íslands vísaði í dag deilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið frá í október og þótt ýmislegt hafi þokast áfram í einstökum málum, er það mat viðræðunefndar SGS að lengra verði ekki komist án atbeina ríkissáttasemjara. 

Haldnir hafa verið næstum 80 fundir um sértæk mál og viðræðunefndir SGS og SA hafa fundað næstum 30 sinnum um forsendur og innihald kjarasamnings. 

Ýmislegt hefur þokast áfram á undangegnum vikum í einstökum málum og umræðugrundvöllur til staðar á öðrum sviðum. Þrátt fyrir það er það mat viðræðunefndar Starfsgreinasambandsins að nú verði ekki komist lengra nema með  aðkomu ríkissáttasemjara að deilunni, sem er eðlilegt skref í áframhaldandi vinnu. Það sem einkum steytir á, er sá mikli munur sem er á kröfum félaganna um launahækkanir og þess sem SA er tilbúið til að gera í þeim efnum.

Verkalýðsfélagið Hlíf er eitt 16 félaga sem Starfsgreinasambandið fer með umboð fyrir.