Skip to main content

Sveitarfélagasamningarnir samþykktir

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Kjarasamningur Verkalýðsfélagins Hlífar og 16 annarra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með afgerandi meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær.

Hjá Hlíf sögðu 66,3% já og 33,3% sögðu nei. Af þeim sem greiddu atkvæði, tóku 3,5% ekki afstöðu til samningsins. Kjörsókn í félögunum 17 var 32,8%. Hjá Hlíf var hún yfir meðaltali, eða 33,8%. Alls voru 426 á kjörskrá hjá Hlíf, en af þeim greiddu 144 atkvæði.

Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 16 félaga um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan stóð yfir á tímabilinu 3. til 10. febrúar. Í heildina var kjörsókn 32,83%. Já sögðu 80,55% en nei sögðu 16,33%. 3,12% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 4.197 manns. Samningurinn, sem undirritaður var 16. janúar síðastliðinn, er samþykktur hjá öllum félögunum.