Fréttir

Sveitarfélögin setja almennt starfsfólk áfram til hliðar

By 28.08.2019 september 11th, 2019 No Comments

Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins og Eflingar fundaði með samninganefnd Sambands sveitarfélaga í morgun. Þar var farið fram á það við sveitarfélögin að þau greiddu 105 þúsund króna eingreiðslu inn á væntanleganlegan kjarasamning um mánaðamótin, líkt og ríki og Reykjavíkurborg hafa gert og sveitarfélögin við alla aðra en félagsmenn í Starfsgreinasambandinu.

Samninganefnd Sambandsins hafnaði þessari málaleitan, þrátt fyrir að það sem sveitarfélögin sögðu að stæði í vegi fyrir því að þau greiddu innágreiðsluna sé komið í annan farveg, þ.e. til úrskurðar hjá Félagsdómi.

Það er ljóst að þessi óskiljanlega afstaða samninganefndar sambandsins mun ekki auðvelda samningagerðina. Hugur Hlífarfélaga og félaga í öðrum SGS félögum til forsvarsmanna sveitarfélaganna er þungur fyrir og mun ekki mildast við þessi undarlegu viðbrögð Sambandsins.