Skip to main content

Þing Starfsgreinasambands Íslands

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Þing Starfsgreinasambands Íslands verður haldið dagana 24. og 25. október nk. Hlíf á sex fulltrúa á þinginu. Fjölmörg viðfangsefni liggja fyrir þinginu, svo sem að skilgreina áherslur í verkefnum SGS, kjósa forystu til næstu tveggja ára, samþykkja reikninga, starfs- og fjárhagsáætlun. Meðal þeirra sem munu ávarpa þingið, eru Drífa Snædal, forseti ASÍ, Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, landlæknir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara og fyrrum varaformaður Eflingar.

Translate »