Skip to main content

„Dagheimilismálinu var fyrst hreyft á félagsfundi í Framtíðinni í marz 1932. Þá vakti Sigríður Erlendsdóttir máls á því, hvort félagið mundi ekki vilja beita sér fyrir því að koma á fót dagheimili fyrir börn vinnandi kvenna í bænum. Hún kvað brýna þörf vera á slíku heimili, og æskilegt væri, að þær konurnar hefðu fogöngu um að hrinda þessu máli í framkvæmd.

                Dagheimilið tók til starfa vorið 1933. Forstöðukona þess var Þuríður Guðjónsdóttir kennari, og auk hennar starfaði önnur kona við dagheimilið. Það var til húsa í gamla barnaskólanum við Suðurgötu. Dagheimilið starfaði sumarið 1933 frá 19. maí til 15. ágúst. Alls voru þar 19 börn, mismunandi lengi. Flest voru þau 15 í einu, en lengst af 12. Börnin komu á morgnana kl. hálfátta til níu, eftir því hvernig viðraði, og fóru aftur heim til sín kl. 6 að kvöldi.“

Úr afmælisriti Framtíðarinnar frá 1985.