Skip to main content
Yearly Archives

2011

Breyttur opnunartími á skrifstofu Hlífar yfir hátíðarnar

By Fréttir, Uncategorized

Opnunartíma á skrifstofu félagsins verður breytt yfir hátíðarnar og verður með eftirfarandi hætti:

23. desember, Þorláksmessa, verður skrifstofa Hlífar lokuð.

Milli jóla og nýárs þ.e.a.s. 27, 28, 29 og 30. desember verður skrifstofan opin frá kl. 11:00 til kl. 14:00.  

Frá 2. janúar og verður skrifstofan opin með venjubundnum hætti frá kl. 08:30 til kl. 16:00

Starfsmenn og stjórn Hlífar óska félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Kjarasamningur við Kerfóðrun samþykktur

By Fréttir, Uncategorized

Nýgerður kjarasamningur Hlífar, FIT og VM við Samtök atvinnulífsins f.h. Kerfóðrun ehf. sem undirritaður var 24 nóvember s.l. var samþykktur með eftirfarandi hætti.

44 voru á kjörskrá, atkvæði greiddu 40. Já sögðu 36 eða 89%. Nei sögðu 3 eða 7%. Auðir seðlar 1 eða 4%.

Matvara hækkar í verði í lágvöruverðsverslunum

By Fréttir, Uncategorized

Matvara hefur hækkað mikið í verði eftir hrun og munurinn milli þjónustuverslana og lágvöruverðsverslana hefur minnkað. Áhyggjuefni er að nauðsynjavörur hafa hækkað í verði og það hefur haft áhrif á alla og sérstaklega tekjulægstu hópanna í samfélaginu. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa þegar dregist mikið saman í kjölfar hrunsins og er þessi þróun ekki til þess að bæta kjör heimilanna. Read More

Opinn fundur um verðtryggingu

By Fréttir, Uncategorized

ASÍ boðar til opins fundar fimmtudaginn 1. desember n.k. kl. 17:00 á Grand Hótel (Gullteig) yfirskriftin fundarins er, 

Eru háir vextir og verðtrygging náttúrulögmál á Íslandi?

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hvetjum fólk til að fjölmenna. Þetta er hagsmunamál okkar allra. Translate »