Skip to main content

FréttirUncategorized

Helstu áherslur í komandi kjaraviðræðum

By 27.01.2011apríl 12th, 2019No Comments
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.
Lítið hefur þokast í kjaraviðræðum undanfarið og virðist sem Samtök atvinnulífsins hafi sett allt á ís með því að krefjast þess að óvissu er varðar fiskveiðistjórnunarkerfið verði eytt áður en lengra er haldið.  Flóafélögin hafa lagt megin áherslu á kaupmátt launafólks með markvissum aðgerðum.  Kallað er eftir að ríki og sveitarfélög komi að borðinu og að mótuð verði í landinu lífskjara- og atvinnustefna enda hafa félögin áhyggjur af því að sífellt fleiri launþegar telja sig vera undir lágmarkstekjutryggingu.  Nauðsynlegt er að ná meiru fram fyrir þá lakast settu í komandi samningum.
Koma þarf atvinnulífinu af stað með öllum ráðum.   Einnig er lögð áhersla á að styrking krónunnar skili sér til launafólks og bent á að stórauka þurfi verðlagseftirlit í því skyni.  Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að semja til lengri tíma eða allt að þremur árum en samninganefndir Flóabandalagsins telja að á óvissutímum sé réttara að semja til skamms tíma og er horft til tólf mánaða í því sambandi.
Ljóst er að samninganefndirnar hafa ekki viljað leggja fram tillögur um launatölur þar sem enn er beðið eftir neysluviðmiðum stjórnvalda sem launatölur hljóta að byggja á.
is Icelandic
X