Skip to main content

FréttirUncategorized

Klukk – Tímaskráningar APP

By 28.01.2016apríl 12th, 2019No Comments
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Klukk – nýtt tímaskráningar app

 

Hvað er Klukk?

Klukk er nýtt ókeypis tímaskráningar app fyrir Android/iOS sem ætlað er launafólki. Notandi skráir vinnutímana sína með Klukk og hefur þannig yfirsýn yfir unnar vinnustundir. Í klukk er hægt að virkja staðsetningarbúnað sem minnir notandann á að klukka sig inn og út. Einnig er hægt að senda sér tímaskráningarskýrslu úr Klukk á netfang viðkomandi. Frekari upplýsingar um Klukk má finna hér.

Hvers vegna Klukk?

Hugmyndin varð til eftir ábendingar frá stéttarfélögunum þar sem ítrekað koma inn á borð deilur um vinnutíma. Auk þess hafa nemendur rætt sama vandamál þegar fulltrúar ASÍ hafa farið í fræðsluheimsóknir í framhaldsskóla. Verkalýðshreyfingin er því að svara óskum unga fólksins með Klukk appinu.

Klukk er sótt í App store og Play store. Hlekkirnir eru hér ef þú átt eftir að sækja Klukk.

Apple – Iphone

Google – Android

 

TwitterFacebook
is Icelandic
X