Skip to main content

Nýgerður kjarasamningur við Samband sveitafélaga

By 22.07.2011apríl 12th, 2019Fréttir, Uncategorized
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Á þriðjudagskvöldið 19. júlí 2011, náðist samkomulag við samninganefnd Sambands íslenskra sveitafélaga um nýjan kjarasamning. Kjarasamningurinn nær til þeirra starfsmanna sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ, Garðabæ og Sveitafélaginu Álftanes og eru félagsmenn Hlífar.

Kynningarefni verður sent heim til allra starfsmanna ásamt atkvæðaseðli en talning atkvæða á ljúka 10. ágúst. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér samningin vel og skila atkvæðaseðlinum í póst eða á skrifstofu félagsins eigi síðar en 8. ágúst.

Smellið hér til að sjá samninginn í heild sinni.

Translate »