Skip to main content

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sendi í gær bæjar- og sveitarstjórum vítt og breitt um landið bréf þar sem hann skorar á sveitarfélögin að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Í lok síðasta árs biðlaði verkalýðshreyfingin til sveitarfélaga að hækka ekki gjöld hjá sér um áramótin og brugðust mörg vel við kallinu. Því miður berast nú fréttir af gjaldskrárhækkunum fyrir ýmsa þjónustu sveitarfélaganna. Þessar hækkanir munu skila sér út í verðlag og hafa áhrif á vísitölu neysluverðs.

Í bréfinu segir forseti ASÍ m.a.:

 „Fyrir hönd íslensks launafólks vil ég skora á þig og samverkamenn þína í stjórn sveitarfélagsins að hækka engar gjaldskrár fyrir þjónustu eða hjá fyrirtækjum sveitarfélagsins. Hafi það verið gert hvet ég ykkur til að endurskoða þá ákvörðun og draga umræddar hækkanir til baka nú þegar.

Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.“

Bréf foseta ASÍ til sveitarfélagann má lesa í heild sinni hér.
 

Þá hefur ASÍ beint þeim tilmælum til opinberra aðila og fyrirtækja að hækka ekki verð á vöru og þjónustu, hafi það verið gert þá er mælst til þess að hækkunin verði til baka. Fjölmörg fyrirtæki hafa svarað því kalli og þannig sýnt samstöðu með launafólki í því að halda hér verðbólgu í skefjum og auka kaupmátt í landinu. Því miður hafa nokkur fyrirtæki hunsað þessa áskorun.
 
Eftirtalin fyrirtæki hafa hækkað verð í kjölfar kjarasamninga og vinna þannig gegn markmiðum um lága verðbólgu og aukinn kaupmátt.
 
Síminn 
Íslandspóstur 
World class 
Landsbankinn 
Eimskip/Herjólfur 
Pottagaldrar 
Orkuveita Reykavíkur 
Lýsi 
Nói Síríus 
Freyja 
 
Sjá nánar hér.

Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.“