Skip to main content

Til félagsmanna stéttarfélaga Flóabandalagsins

By 13.05.2011April 12th, 2019Fréttir, Uncategorized

Ágæti félagi, flestir launamenn landsins hafa nú verið án kjarasamninga í nærri hálft ár. Á þeim tíma hefur kaupmáttur rýrnað,atvinnuleysi farið vaxandi og tekjur margra lækkað með styttum vinnutíma eða minnkuðu starfshlutfalli. Fullyrða má aðþær kjarasamningsviðræður sem fram hafa farið á undanförnum mánuðum séu þær erfiðustu sem átt hafa sér stað áratugumsaman. Allt of margt hefur truflað samningsgerðina og dregið á langinn launahækkanir sem nú eru orðnar mjög brýnar. Þaðhefur hjálpað samningamönnum okkar að í stéttarfélögunum hefur ríkt alger eindrægni um stefnumörkun og ákvarðaniralmennt teknar einróma á fjölmennum fundum samninganefndar.Samningar tókust loks fimmtudaginn 5.maí þegar ljóst var að ef ekki yrði af kjarasamningi, þá stefndi í stórfelld átök ávinnumarkaði og undirbúningur þegar hafinn að boðun verkfalla. Tilkynna þarf um samþykkt samningsins 25. maí n.k.til að hann öðlist gildi.Mesti ávinningur samninganna er sá að það tókst með sameiginlegri launastefnu ASÍ að tryggja þeim meiri kjarabætur sembúa við lakari kjör og lægri tekjur. Hér má sjá helstu atriði kjarasamninganna og nánari skýringar á efni samninganna.