Skip to main content

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Fyrr í haust sá Capacent Gallup um að gera könnun meðal félagsmanna í Flóafélögunum. Ákveðið var að veita nokkrum heppnum þáttakendum í könnuninni verðlaun og var dregið úr nöfnum þátttakenda. Magdalena Joanna Jelen félagsmaður í Hlíf var einn vinningshafanna og var vinningurinn 35 þúsund krónur. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar afhenti henni verðlaunin á skrifstofu Hlífar.

Aðrur vinningshafar voru Guðjón Kristinn Andrésson, Guðlaug Pétursdóttir, Kornelia Elzbieta Dyszkiewicz, Sólveig Bogadóttir og Díana Jóhannesdóttir frá Eflingu og Guðmunda Kristín Pétursdóttir frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur.

is Icelandic
X