Skip to main content

Vinningshafi Hlífar í Gallup könnun

By 13.11.2014apríl 12th, 2019Fréttir, Uncategorized
Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Fékk 35.000 kr. fyrir að svara Flóabandalags könnun

Valgerður Kristjánsdóttir  félagsmaður í Verkalýðsfélaginu Hlíf fékk kr. 35.000,- fyrir að taka þátt í Gallup könnun Flóabandalagsfélaganna en niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að móta starfsemi félagsins og kröfugerð í komandi kjarasamningum. Einnig fengu fimm heppnir félagsmenn Eflingar kr. 35.000,- fyrir að taka þátt í könnuninni og einn félagsmaður hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrenis.

Að auki má benda á að nú þegar hafa tíu heppnir þátttakendur verið dregnir út vegna þeirrar nýbreytni í ár að þátttakendur lentu í happdrættispotti um leið og þeir luku við könnunina og fengu hver um sig kr. 8000,-

Verkalýðsfélagið Hlíf þakkar öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni og óskar Valgerði Kristjánsdóttur og öðrum vinningshöfum innilega til hamingju.