Skip to main content

Athugið, þessi grein er meira en ársgömul.

Þann 30. júní sl. var undirritaður kjarasamningur milli Verkalýðsfélagins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis annars vegar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hins vegar. Samningurinn er með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu.

Atkvæðagreiðslan hefst kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 10 júlí og lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 20. júlí.

Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 og til 31. mars 2023.


Kynningarglærur

Samningurinn sjálfur

English

Helstu atriði

Upptaka frá kynningarfundi

Helstu atriði samningsins

Launaliður

 • Þann 1. apríl 2019 hækka mánaðarlaun afturvirkt um 17.000 kr. Greiðsla inn á samninginn (105 þúsund krónur sumarið 2019) dregst frá við uppgjör afturvirkrar hækkunar.
 • Þann 1. apríl 2020 hækka mánaðarlaun um 24.000 kr. fyrir launaflokka 1-17 og um 18.000 kr. fyrir launaflokka þar fyrir ofan.
 • Þann 1. janúar 2021 tekur gildi ný launatafla. Við yfirfærslu í nýja launatöflu er tryggt að enginn sem raðast fyrir neðan launaflokk 17 fái minna en 24.000 kr. hækkun á mánaðarlaunum. Aðrir fá að lágmarki 18.000 kr. hækkun mánaðarlauna.
 • Frá 1. janúar 2021 verður ráðstafað allt að 60 milljónum kr. á ársgrundvelli til endurskoðunar á stofnanasamningum og vegna röðunar í nýja launatöflu.
 • Þann 1. janúar 2022 hækka mánaðarlaun um 17.250 kr.
 • Laun í launaflokkum 1-17 hækka um 82.250 kr. á samningstímanum (+ áhrif af launatöflubreytingu)
 • Laun í launaflokkum 18 og ofar hækka samtals um 70.250 kr.
 • Sérstök ákvæði um laun ungmenna falla brott og taka ungmenni því sömu röðun og aðrir starfsmenn.

Greiðslur fyrir yfirvinnu verða tvenns konar. Annars vegar 1,0385% af mánaðarlaunum eins og verið hefur (yfirvinna 2) og hins vegar lægri yfirvinnutaxti fyrir vinnu frá kl. 08:00 til 17:00 virka daga, upp að 40 stundum á viku, sem verður 0,9385% af mánaðarlaunum (yfirvinna 1).

Desemberuppbót:

 • 92.000 kr. í desember 2019
 • 94.000 kr. í desember 2020
 • 96.000 kr. í desember 2021
 • 98. 000 kr. í desember 2022

Orlofsuppbót:

 • 50.000 kr. í júní 2019
 • 51.000 kr. í júní 2020
 • 52.000 kr. í júní 2021
 • 53.000 kr. í júní 2022

Stytting vinnuvikunnar – dagvinna

 • Sjá Fylgiskjal 1 í nýjum samningi og sérstaka kynningu
 • Tryggt verður að vinnutími styttist um 13 mínútur á dag (65 mínútur á viku) 1. janúar 2021 án nokkurrar skerðingar á launum eða öðrum réttindum.
 • Með sérstöku samkomulagi á vinnustöðum má stytta vinnuviku frekar, eða um allt að 4 klukkutíma á viku niður í 36 virkar vinnustundir.
 • Stytting niður í 36 vinnustundir krefst þess að gefa upp forræði yfir kaffitímum. Engu að síður er tryggt að fólk fái neysluhlé.
 • Vinnutímahópar skipaðir fulltrúum starfsfólks og stjórnenda útfæra samkomulag. Þann 1. október 2020 á niðurstaða viðræðna þessara hópa að liggja fyrir. Greidd verða atkvæði áður en útfærslan kemur til framkvæmda, 1. janúar 2021.

Stytting vinnuvikunnar – vaktavinna

 • Sjá Fylgiskjal 2 í nýjum samningi og sérstaka kynningu
 • Vinnuvikan styttist og verður 36 vinnustundir og getur farið niður í 32 vinnustundir.
 • Kemur til framkvæmda 1. maí 2021
 • Breytingar verða gerðar á vinnufyrirkomulagi og launakerfi. Markmið kerfisbreytinganna er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.
 • Sjá sérstaka kynningu
  • Útreikningur vinnuskila er mismunandi fyrir þá starfsmenn sem vinna vaktavinnu utan dagvinnumarka samkvæmt skipulegri vaktskrá
  • Hver klukkutími á næturvakt er talinn 1,2 klukkutími eða 72 mín upp í vinnuskyldu.
  • Hver klukkutími á kvöldvakt og dagvakt um helgar er talinn 1,05 klukkutími eða 63 mín upp í vinnuskyldu.
 • Árleg vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Jöfnun vinnuskila kemur í staða helgidagafrís og bætingar.
  • Starfsmaður fær helgidagana jafnóðum en þarf ekki að bíða í ár með að fara í frí.
  • Starfsmaður getur óskað eftir að safna upp fríi og taka dagana saman.
 • Árleg vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Jöfnun vinnuskila kemur í stað helgidagafrís og bætingar.
 • Inn kemur vaktahvati sem greiðist sem hlutfall mánaðarlauna vegna fjölbreytileika og fjölda vakta á launatímabili samkvæmt skiplögðum vöktum innan vinnutímaskyldu.
  • Vaktahvati miðast við að unnar séu 42 stundir utan dagvinnu á mánuði. Teknar séu mismunandi tegundir vakta (dagvaktir, kvöldvaktir, næturvaktir virka daga og helgarvaktir). Mætt sé oftar en 14 sinnum í mánuði
 • 25 mín. vegna kaffitíma fellur út
 • Sjá vaktareikni: https://betrivinnutimi.is/vaktareiknir/
  • Nýir starfsmenn: skal kveðið á um í ráðningarsamningi.
  • Eldri / núverandi starfsmenn: ekki skylt að gera nýjan ráðningarsamning en þarf að gera skriflegt samkomulag að loknu samtali við yfirmann – þarf að liggja fyrir eigi síðar en 1. maí 2021
  • Allir fái 30 daga í orlof á ári
is Icelandic
X