Skip to main content

Samantekt úr Gallup könnun Flóabandalagsfélaganna

By Fréttir, Uncategorized

Hækkun launa og fjárhagsáhyggjur efstar á baugi. Flestir vilja hærri laun og hækkun lægstu launa á meðan helmingur hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Flóabandalagið. Langflestir þátttakenda hafa dregið úr útgjöldum varðandi neyslu á borð við ferðalög, skemmtanir eða tómstundir, en félagsmenn Hlífar telja starfsöryggi sitt meira en félagsmenn í Eflingu og VSFK.

Flestir vilja hærri laun
Í könnuninni vógu launamál þyngst þegar kom að áherslum sem félagsmenn telja mikilvægastar í kjarasamningum við atvinnurekendur og skoruðu þau 8,7 á mikilvægisskalanum núll til tíu. Atvinnuöryggi var þátttakendum könnunarinnar næstmikilvægast, eða 5,5, starfsumhverfi 2,9 en félagsmenn leggja minnsta áherslu á styttingu vinnutíma. 
Atvinnuöryggi skiptir fólk meira máli nú en í sambærilegri könnun árið 2007. Þá var atvinnuöryggi í þriðja sæti en er nú í öðru. Stytting vinnutíma var þá í öðru sæti en er nú neðst á lista þessara fjögurra þátta.

Niðurstöðurnar í þessum hluta könnunarinnar eru í samræmi við aðra þætti er varða laun. Athyglisvert er að rúmlega helmingur þátttakenda er frekar, eða mjög ósáttur við laun sín. Þá kemur í ljós að heildarlaun kvenna í 100% starfshlutfalli eru 26% lægri en hjá körlum. Meðalheildargreiðslur karla voru tæpar 336 þúsund krónur en hjá konum rúmar 249 þúsund krónur á mánuði.

 

Read More

Nýr bústaður í Munaðarnesi

By Fréttir, Uncategorized

Nýr bústaður í Munaðarnesi

Hlíf hefur tekið í notkun nýtt sumarhús í Munaðarnesi. Aðstaða er öll til fyrirmyndar, en húsið er búið öllum helstu þægindum. Þar má nefna heitan pott, flatskjá, DVD spilara og gasgrill. Bústaðurinn var keyptur fokheldur árið 2007 en var fullgerður nú í sumar. Stærð hans er 65 fermetrar og stór verönd er í kringum húsið. Fyrir á félagið fimm sumarhús. Tvö í Vaðnesi, tvö í Ölfusborgum og eitt í Húsafellsskógi. Þá á félagið þrjár orlofsíbúðir á Akureyri. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir nýja bústaðinn mjög þakkláta viðbót við þann fjölda sumarhúsa sem félagið á fyrir. Þannig verði biðtími eftir að fá bústað á leigu skemmri en verið hefur.

  

Þegar Hlíf klofnaði og var rekið úr ASÍ

By Sögubrot, Sögubrot - kynning, Tilkynning-1

Um Hlífardeiluna 1939

Undir lok 4. áratugar síðustu aldar voru talsverð pólitísk átök í verkalýðshreyfingunni. Bæði deildu fylkingar um forystu í einstökum félögum, en deilurnar hverfðust ekki hvað síst um skipulagsleg tengsl Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Þeirri skoðun hafði vaxið fiskur um hrygg, að slíta bæri þessi tengsl. Það sjónarmið var stutt jafnt frá hægri sem frá vinstri, jafnt af Sjálfstæðismönnum sem kommúnistum.

Alþýðuflokksmenn sem voru í forystu í Hlíf voru þessu mótfallnir. Á fjölmennum aðalfundi í félaginu þann 29. janúar 1939 vinna þeir sigur í stjórnarkjöri sem slíta vilja tengslin og Helgi Sigurðsson er kjörinn formaður með 16 atkvæðum fram yfir formannsefni Alþýðuflokksins. Sama gildir um aðra stjórnarmenn. Á framhaldsaðalfundi þann 12. febrúar er samþykkt að víkja 12 mönnum úr félaginu, enda séu þeir komnir í atvinnurekendastétt.

Read More

Þar var fólksins trausta Hlíf!

By Fréttir, Sögubrot, Tilkynning-1

Hér er vígið! Við oss talar
Viðkvæm reynsla um liðna tíð:
Gegnum þrautir grárrar malar,
Gegnum þrjátíu ára stríð,
Félag vort var brautarbending,
Benti á nýtt og fyllra líf.
Þar var ætíð þrautar lending.
Þar var fólksins trausta HLÍF.

Eftir Jóhannes úr Kötlum – ort í tilefni af 30 ára afmæli Hlífar

 

Úr fundargerð Framtíðarinnar 1936

By Sögubrot, Tilkynning-1

Var skvaldur mikið, eins og oft vill verða, er margar konur eru saman komnar til kaffidrykkju, því það er eins og kaffið heilli gleði fram í sál og sinni hjá hinum þreyttu verkakonum, er þær koma saman eina kvöldstund til að gleyma áhyggjum lífsins við kaffidrykkju og dans